Lesblindir snillingar

Á meðal frumkvöðla og afburðafólks á öllum sviðum eru margir lesblindir. Talið er að öflug myndræn hugsun að baki lesblindu sé um leið forsenda afburða sköpunarhæfni og snilligáfu.

Hér eru nokkrir lesblindir snillingar nefndir. Ýmist hafa þeir sjálfir fjallað um lesblindu sína eða fræðimenn hafa rýnt í verk þeirra og samtímaheimildir.

Leonardo da Vinci, einn mesti snillingur sögunnar, talaði sjálfur um lesblindu sína sem "stafaleysi."
Charles Darwin átti í lestrarerfiðleikun sem barn og er talið að það hafi valdið því að útgáfa þróunarkenningar hans dróst á langinn.
Albert Einstein átti við sértæka námserfiðleika að stríða og er sagt að hann hafi aldrei lært margföldunartöfluna.
Thomas Edison átti erfitt með lestur og stafsetningu en fann þó m.a. upp ljósaperuna og ritsímann.
H.C. Andersen glímdi við námsörðugleika og skrifar á einkar myndrænu máli.
Selma Lagerlöf gerðist rithöfundur þrátt fyrir lestrarörðugleika og hlaut bókmenntaverðlaun Nobels 1909.
Richard Branson auðjöfur, stofnandi Virgin Records, talar oft um eigin lesblindu.
Ingvar Kamprad, húsgagnahönnuður og stofnandi IKEA, átti í basli með lestur.
Jörn Utzon hönnuður Óperuhússins í Sidney hefur fjallað um lesblindu sína og reikniblindu.
Jamie Oliver, kokkurinn án klæða, sagðist fyrir nokkrum árum eiga erfitt með að stafa og aldrei hafa lesið bók.
John Lennon átti í lestrarerfiðleikum en enginn efast um snilligáfu hans á tónlistarsviði.
Kurt Cobain átti erfiða skólagöngu og var "ritalínbarn."

Svo má lengi telja, en að lokum nokkur þekkt nöfn:
Harry Belafonte, Tom Cruise, Whoopi Goldberg, Robin Williams, Harrison Ford, Dustin Hoffman og Jack Nicholson.