Leshjálp

Greiningarviðtal 
Áður en að sjálfri leiðréttingunni kemur fer fram greining á skynfærni. Skynfærnigreiningin segir til um það hvort léðréttingin sé líkleg til að koma að gagni og er notuð til að meta bæði börn og fullorðna.
Þegar niðurstaða greiningar liggur fyrir er hægt að ákveða framhaldið.
Greiningin tekur um tvær klukkustundir.

Leiðrétting
Leiðréttingin felst í því að tileinka sér ákveðin áhöld og tækni til þess að leiðrétta lesblinduna.
Skynstillingin er lykilatriði og síðan er unnið að því að ná valdi á táknum, lestri og svonefndum "kveikjuorðum." Það finnst gjarnan breyting á fyrstu dögum leiðréttingar, en að henni lokinni tekur það mánuði eða misseri að ná fullnaðarárangri. Lesblinduleiðréttingin getur einnig tekið til stafsetningar og rithandar, en ef þörf er á að vinna með reikning, athyglisbrest eða ofvirkni, verður að bæta við meiri tíma eða jafnvel annarri leiðréttingu.

Leiðréttingin tekur um þrjátíu klukkustundir.  Ljúka má leiðréttingu á einni viku, (9-16), eða dreifa á lengri tíma ef betur hentar.

Stuðningur
Í leiðréttingunni er innifalin þjálfun stuðningsaðila sem þú velur og fylgist síðan með þér. Þá er eftirfylgni, fundir með þér og stuðningsaðilanum þegar ykkur hentar og einnig getið þið leitað ráða í síma. Þú færð öll gögn og búnað til leiðréttingarinnar og þeirrar heimavinnu sem síðan tekur við.
Í íslensku eru á þriðja hundrað myndlaus orð og gera þarf leirmyndir af merkingu þeirra.
Mikilvægt er að að vinna með myndlausu orðin, "kveikjuorðin," í beinu framhaldi af leiðréttingunni.