Án reynslu engin þekking

LES.IS annast alhliða náms- og sálfræðiþjónustu, mat á skólastarfi og árangri náms og kennslu; - greiningar, ráðgjöf og meðferð. 
Hafðu samband ef þú glímir við sértæk námsvandamál, við leysum vandann í sameiningu og virkjum kosti þína.

Með leshjálp LES.IS getur þú bætt:  
Lestur og stafsetningu (dyslexia) 
Rithönd (dysgraphia) 
Reikning (dyscalculia) 
Verklag (dyspraxia) 
Athygli og einbeitingu (ADD/ADHD)          

Allir eiga rétt á aðstoð og hvatningu svo þeir megi þroska sterkustu eiginleika sína til blómstrandi hæfileika. Því miður reynist hefðbundið skólanám mörgum einhæft og erfitt, - jafnvel svo að bráðgreindum nemendum verður hált á einstiginu og hafna í ófæru. 

Við höfum sérstakan áhuga á því að aðstoða bráðgera myndhugsuði sem komnir eru í ógöngur og jafnvel stimplaðir lesblindir, með athyglisbrest eða ofvirkni, svo gjörvileikinn megi gefa þeim gleði og gæfu. 

Láttu hæfileika þína ekki spilla fyrir þér lengur - snúðu við blaðinu - nýttu þá til afreka. 

Hafðu hugfast að þú getur lært utanað án þess að skilja - og skilið án þess að kunna! 
Þekking er ávöxtur reynslu - reynslan ein skapar þekkingu.